Spegilmyndin
Spegilmyndin er mannlífsþáttur um kvenheilsu, heilbrigðan lífsstíl, mataræði, hreyfingu, tískustrauma, líkamsvirðingu og fegrunar- og lýtaaðgerðir. Höfundur og þáttastjórnandi er Marín Manda Magnúsdóttir, menningarmiðlari og nútímafræðingur en framleiðandi sjónvarpsþáttanna er Orca Films. Hlaðvarp Spegilmyndarinnar lítur dagsins ljós samhliða sjónvarpsseríu 2 af Spegilmyndinni sem sýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2+ í mars og apríl 2023. Í hlaðvarpinu ræðir Marín Manda við viðmælendur sína um það helsta í heilsu og fegrunariðnaðnum á Íslandi líkt og hún gerir í sjónvarpsþáttunum. Hún skyggnist inn í ýmis áhugaverð málefni sem eru áberandi í umræðunni en viðmælendur eru af ýmsum toga. Ber þar að nefna húðlækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, heilsuráðgjafa, snyrtifræðinga, þjálfara, kvensjúkdómalækna, lýtalækna og aðra sérfræðingar sem tengjast viðfangsefninu hverju sinni.
Episodes
Thursday Sep 28, 2023
Thursday Sep 28, 2023
Í þættinum ræðir Marín Manda við Sigríði Svöludóttur og Rakel Guðmundsdóttur eigendur Venju, sem er sérhönnuð fæðubótalína fyrir konur á ólíkum lífsskeiðum. Sigríður eða Sirrý hefur starfað í bætiefnabransanum í rúmlega 10 ár og var með þá hugmynd í maganum að leysa þetta flækjustig sem fólk upplifir þegar það kaupir fæðubótaefni og þannig hjálpa konum að gera upplýst kaup. Hugmyndin að Venju fékk að blómstra þegar hún hitti Rakel sem var þá að stýra Gló. Þær ræða mikilvægi þess að nota gagnrýna hugsun á allar þessar markaðherferðir sem dynja á okkur til að taka meðvitaða ákvörðun hvað hentar hverjum og einum. Með Venju hafa þær einfaldað þetta fyrir konur sem þurfa mismunandi bætiefni á mismunandi lífsskeiðum. Áhugavert spjall við frábærar konur.
Sunday Sep 17, 2023
Sunday Sep 17, 2023
Hannes Sigurjónsson lýtalæknir er gestur Marín Möndu í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Sem ungur læknanemi fékk hann að vera með í aðgerðum sem faðir hann gerði sem er andlits-og kjálkaskurðlæknir - þannig fékk hann áhugann á lýtalækningum. Í þessum þætti ræðir hann ýmislegt sem við kemur fegrunarinngripum og aðgerðum og varar við áhættunum að leita til ófaglærðra innan þessa bransa. Áhugavert og fræðandi spjall við hann Hannes sem greinilega hefur upplifað ýmislegt á sínum ferli.
Wednesday Aug 30, 2023
Wednesday Aug 30, 2023
Rakel Pálmadóttir framkvæmdastjóri hjá Harklinikken kom í skemmtilegt spjall til Marín Möndu. Rakel ræddi meðal annars um mikilvægi þess að hársvörðurinn sé í jafnvægi til að viðhalda heilbrigðu hári. Hjá Harklinikken fær hún til sín allskonar fólk sem kemur í einstaklingsmiðaða meðferð vegna hárþynningar. Hún ræðir einnig um það hvernig stress og allt álag á líkamann getur haft áhrif á hárið. Sérstaklega geta hornmónasveiflur sem konur ganga í gegnum getur haft mjög mikil áhrif á hárið.
Þessi þáttur er í boði Neostata en húðvörurnar fást hjá Hverslun hér:
Monday Aug 21, 2023
Monday Aug 21, 2023
Lukka Pálsdóttir stofnandi Greenfit er gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Lukka hefur aðstoðað fólk um áraraðir í heilsutengdum efnum tengt mataræði og heilsu, en fyrir um þremur árum varð Greenfit að veruleika. Þeirra yfirlýsta markmið með Greenfit er að reyna fjölga heilbrigðum æviárum hjá fólki með heilsufarsmælingum - því um leið og fólk getur mælt heilsuna sína þá fær það betri yfirsýn. Við áttum skemmtilegt spjall um allskonar heilsutengd efni og mikilvægi þess að fá upplýsingar um eigin heilsu því heilsa er ekki bara heppni.
Sunday Aug 13, 2023
Sunday Aug 13, 2023
Að þessu sinni er textíl og fatahönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir gestur hlaðvarps Spegilmyndarinnar. Linda er einnig stofnandi Scintilla sem er íslenskt hönnunarfyrirtæki þekkt fyrir frumlega hönnun á mynstrum á vefnaðarvöru og fylgihlutum fyrir heimilið. Linda segir frá vegferð sinni sem hönnuður, árunum í París og áhugaverðu doktorsnámi sínu í félagsfræði tískunnar. Hún segir það vera augljóst mál að tíska er fyrst og fremst tæki til breytinga.
Bakhjarl þáttarins er húðvörumerkið Neostrata sem fæst í öllum helstu apótekum en einnig hjá Hverslun.is - hér!
Monday Jul 24, 2023
Monday Jul 24, 2023
Að þessu sinni kom Lára G. Sigurðardóttir doktor í lýðheilsuvísindum í spjall. Lára hefur hellt sér út í hinar ýmsu forvarnar rannsóknir til þess að fræðast betur um það hvernig við getum fengið sem best út úr lífinu. Hún rekur einnig Húðina skin care klíník sem nú flytur í nýtt og stærra húsnæði og mun bjóða upp á nýjungar og meðferðir til að viðhalda húðinni í sem besta ástandi og vinna gegn öldrunareinkennum. Nýlega gaf hún út Húðbókina sem er ansi áhugaverð. Skemmtilegt spjall við fróða konu sem er algjörlega dásamleg.
Wednesday Jul 12, 2023
Wednesday Jul 12, 2023
Ingeborg Andersen grasalæknir er gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Hún lærði vestrænar grasalækningar í London og heldur úti síðunni jarðviska.is. Hún er einnig hluti af hópnum Nærðar konur. Í þessum þætti ræðir hún um starf sitt sem grasalæknir, hormónakerfi kynjanna sem er gjörólíkt, jurtir sem fegra og styðja við líkamann og nýja móðurhlutverkið sem er svo magnað - og fleira.
* Þessi þáttur er í boði NEOSTRATA. Þessar frábæru húðvörur fást hjá Hverslun.is og í öllum helstu apótekum.
Wednesday Jun 28, 2023
Wednesday Jun 28, 2023
Sigrún María Hákonardóttir er gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Hún er viðskiptafræðingur, náms - og starfsráðgjafi og einka-og hóptíma þjálfari sem kennir hjá Reebook. Sigrún er mögnuð kona sem tók örlitla u- beygju þegar hún upplifði kulnun og skellti sér því í jóga nidra kennaranám og Dáleiðsluskóla Íslands. Hún deilir sögu sinni í þessu spjalli en í dag starfar hún sem klínískur dáleiðari og sérfræðingur í hugrænni endurforritun - ásamt þjálfuninni og vill hjálpa fólki að takast á við hugann til að líða betur.
#Þessi þáttur er í boði Neostrata en hlustendur Spegilmyndarinnar geta verslað sér þessar frábæru húðvörur hjá Hverslun með 20% afslætti (út Júní)
Friday Jun 16, 2023
Friday Jun 16, 2023
Við kynnumst Jóhannesi lýtalækni hjá Klínikinni og heyrum sögu hans um námið, árin erlendis og ástríðuna fyrir fegrunar lýtalækningum. Hann ræðir opinskátt um mismunandi aðgerðir, gefur góð ráð og fræðir um áhætturnar sem ber að hafa í huga þegar farið er í aðgerð.
* Bakhjarl þáttarins er húðvörumerkið Neostrata en hlustendum Spegilmyndarinnar býðst 20% afsláttur af Neostrata hjá Hverslun.is út júní.
Thursday Jun 08, 2023
Thursday Jun 08, 2023
Halldóra Skúladóttir markþjálfi talar opinskátt um eigin upplifun af breytingarskeiðinu en hún heldur úti Instagram miðlinum Kvennaráð og deilir þar fræðandi molum um kvenheilsu sem tengjast aðallega breytingaskeiðinu og andlegri líðan. Fræðandi og skemmtilegt spjall við frábæra konu.
* Þátturinn er í boði Neostrata en hlustendur Spegilmyndarinnar geta verslað þessar virku húðvörur hjá Hverslun með 20% afslætti út júní. Afsláttarkóðinn er: Spegilmyndin