Spegilmyndin

Spegilmyndin er mannlífsþáttur um kvenheilsu, heilbrigðan lífsstíl, mataræði, hreyfingu, tískustrauma, líkamsvirðingu og fegrunar- og lýtaaðgerðir. Höfundur og þáttastjórnandi er Marín Manda Magnúsdóttir, menningarmiðlari og nútímafræðingur en framleiðandi sjónvarpsþáttanna er Orca Films. Hlaðvarp Spegilmyndarinnar lítur dagsins ljós samhliða sjónvarpsseríu 2 af Spegilmyndinni sem sýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2+ í mars og apríl 2023. Í hlaðvarpinu ræðir Marín Manda við viðmælendur sína um það helsta í heilsu og fegrunariðnaðnum á Íslandi líkt og hún gerir í sjónvarpsþáttunum. Hún skyggnist inn í ýmis áhugaverð málefni sem eru áberandi í umræðunni en viðmælendur eru af ýmsum toga. Ber þar að nefna húðlækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, heilsuráðgjafa, snyrtifræðinga, þjálfara, kvensjúkdómalækna, lýtalækna og aðra sérfræðingar sem tengjast viðfangsefninu hverju sinni.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Thursday Mar 07, 2024

Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og markþjálfi er nýjasti gestur Spegilmyndarinnar. Hún er mikill matgæðingur, hefur gefið út matreiðslubækur og rak Gulur rauður grænn og salt, eitt vinsælasta matarblogg um langt skeið. Fyrir ekki svo löngu síðan stóð hún á tímamótum þegar hún þurfti að kveðja vörumerkið sitt og það tók virkilega á. Berglind er dásamlega skemmtileg og einlæg kona sem í dag heldur úti Instagram miðlinum Lífsgleðin og vefmiðlinum Salina.  Einnig sér hún um fararstjórn í skemmtiferðum fyrir konur til Ischia á Ítalíu. Mögnuð kona hér á ferð sem í dag segist einungis gera það sem gleður sig og þráir að lyfta öðrum konum upp. 
* Gleðiferð fyrir konur til Ischia: Hér
 
Þessi þáttur í boði Neostrata sem eru frábærar húðvörur sem vinna gegn ýmsum húðvandamálum og öldrun húðarinnar. Vörurnar fást hjá Hverslun. 

Friday Mar 01, 2024

Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni. Hún hefur rekið sína eigin stofu um árabil en hún útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005. Í dag hefur hún sérhæft sig í kvenheilsu og þótti því viðeigandi að ræða breytingarskeið kvenna, mataræði og ýmis náttúruleg bætiefni sem konur geta stuðst við á þessu tímabili. Ásdís starfar einnig í dag með GreenFit og hefur sjálf prófað allt undir sólinni í mataræði. Ásdís er skemmtileg og yndisleg kona sem þið getið fundið á Instagram: asdisgrasa
 
* Þessi þáttur er í boði NEOSTRATA sem eru húðvörur sem fást í öllum helstu apótekum en einnig Hverlsun.  
 
 
 

Monday Feb 19, 2024

Hilmir Petersen Hjálmarsson starfaði  áður sem bakari en starfar í dag sem öndunarþjálfari og gengur undir nafninu Breatheviking á samfélagsmiðlum. Hann er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni. Hann ræðir á mjög einlægan hátt hvernig hann upplifði mikið þunglyndi í fjölda ára og var búin að ákveða hvenær, hvernig og hvar hann ætlaði að taka eigið líf. Í dag er hann nýr og breyttur maður og deilir með hlustendum hvernig hann náði að vinna sig út úr þessum erfiðleikum. Í dag aðstoðar hann fólk við að læra rétta öndun til þess að brjótast út úr stressi og vanlíðan til að verða heil. Mögnuð vegferð hjá áhugaverðum manni sem segir að rétt öndun getur raunverulega breytt hugarfari og lífi fólks. 
 

Monday Feb 12, 2024

Að þessu sinni eru það Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir  sem komu í spjall í Spegilmyndina, en þær eru eigendur fataleigunnar og umboðssölunnar Spjöru. Þessar frábæru konur sem eru fullar af eldmóð, ákváðu að opna fataleigu fyrir sparilegri tilefni og leigja út fallega merkjavöru með sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi. Þær fengu þessa hugmynd til þess að sporna við textílvandanum með von um það að fá fólk til þess að hugsa tísku upp á nýtt. 

Wednesday Jan 31, 2024

Í þessum þætti ræðir Marín Manda við Írisi Björk Reynisdóttur förðunarfræðing, ljósmyndara og eiganda Beautybox verslunarinnar en Íris ræðir meðal annars um hversu varhugavert það er orðið að börn og unglingar séu að sækjast í virkar húðvörur. Hún telur að þessi þróun sé mikið áhyggjuefni í þessum heimi samfélagsmiðla þar sem skilaboðin herja á börn og unglinga (og fullorðna) að það eigi allir að vera með fullkomna húð. Þessi þáttur er stútfullur af fróðleik fyrir foreldra sem og aðra sem vilja kynna sér þessa þörfu umræðu. 

Thursday Jan 18, 2024

Í þessum fyrsta þætti ársins fékk Marín Manda hana Áslaugu Kristjánsdóttur kynfræðing í spjall til þess að ræða kynlíf, samskipti, kynhegðun og sambönd, en hún gaf út bókina; LÍFIÐ ER KYNLÍF, á síðasta ári. Áslaug er einnig hjúkrunarfræðingur að mennt og segist hafa vitað snemma hvað hana langaði að starfa við. Áhugavert samtal við skemmtilega konu sem hvetur fólk í langtímasamböndum til þess að sinna nándinni og kynlífinu betur með allskonar góðum ráðum. 

Tuesday Dec 05, 2023

Viðmælandi Marín Möndu að þessu sinni er Aldís Arna Tryggvadóttir en hún starfar sem PCC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi, klínískur dáleiðari, heilari og fyrirlesari hjá Heilsuvernd. Í þessum skemmtilega þætti ræðir hún um sína persónulega vegferð í gegnum streitu og áföll, upprisuna eftir leit að lífsins svörum, dáleiðslu og undirmeðvitundina. Aldís Arna var einstaklega áhugaverður viðmælandi sem virkilega fær mann til að doka við og hugsa líf sitt í þaula.
 

Tuesday Nov 21, 2023

Gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Þóra Hrund sem er markaðsspekúlant, mannræktarmógull, markþjálfi og upplifunarhönnuður. Hennar nýjasta hugarfóstur er verkefnið „fjölskyldanmínehf" sem er einskonar leiðirvísir að betra skipulagi, samvinnu og samskiptum innan fjölskyldunnar. Ákaflega skemmtilegt spjall við hugmyndaríka og áhugaverða konu sem veit ekkert betra en að efla fólk í kringum sig með jákvæðri sálfræði. 
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér: thorahrund.com og Fjölskyldanmínehf

Tuesday Oct 31, 2023

Fanney Magnúsdóttir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari hjá TÁP er viðmælandi Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Hún hefur sérhæft sig í grindarbotninum og kvenheilsu en heldur einnig úti Instagram miðlinum Móðurmáttur ásamt samstarfskonu sinni. Í þessum þætti ræðir hún mikilvægi þess að vinna betur með grindarbotninn sem getur verið lykillinn að allskyns vandamálum sem konur eru sérstaklega að eiga við, hvort sem það er tengt spennu í líkamanum, þvagleka eða verkjum við samfarir. Áhugavert og fræðandi spjall við konu sem finnur lausnir fyrir aðrar konur. 

Wednesday Oct 18, 2023

Viðmælandi Spegilmyndarinnar að þessu sinni er förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir. Hún er móðir, frumkvöðull, förðunarfræðingur og förðunarkennari en hún rekur Makeup studio Hörpu Kára. Hún ræðir meðal annars um öfgana í förðunarheiminum á samfélagsmiðlum við Marín Möndu, um vinsælu námskeiðin sem hún heldur fyrir fólk á öllum aldri og ástríðuna að hvetja áfram upprennandi förðunarfræðinga á Íslandi. Skemmtilegt spjall við dásamlega konu. 

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125