Spegilmyndin
Spegilmyndin er mannlífsþáttur um kvenheilsu, heilbrigðan lífsstíl, mataræði, hreyfingu, tískustrauma, líkamsvirðingu og fegrunar- og lýtaaðgerðir. Höfundur og þáttastjórnandi er Marín Manda Magnúsdóttir, menningarmiðlari og nútímafræðingur en framleiðandi sjónvarpsþáttanna er Orca Films. Hlaðvarp Spegilmyndarinnar lítur dagsins ljós samhliða sjónvarpsseríu 2 af Spegilmyndinni sem sýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2+ í mars og apríl 2023. Í hlaðvarpinu ræðir Marín Manda við viðmælendur sína um það helsta í heilsu og fegrunariðnaðnum á Íslandi líkt og hún gerir í sjónvarpsþáttunum. Hún skyggnist inn í ýmis áhugaverð málefni sem eru áberandi í umræðunni en viðmælendur eru af ýmsum toga. Ber þar að nefna húðlækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, heilsuráðgjafa, snyrtifræðinga, þjálfara, kvensjúkdómalækna, lýtalækna og aðra sérfræðingar sem tengjast viðfangsefninu hverju sinni.
Episodes
Monday Jun 03, 2024
Monday Jun 03, 2024
Gunni Hilmarsson er heillandi maður og mörgum kunnur sem mikill tískufrömuður. Hann byrjaði aðeins 16 ára í tískubransanum og hefur síðan þá unnið að ýmsum stórum hönnunarverkefnum í gegnum tíðina. Hann er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni og ræðir um líf sitt af mikilli einlægni. Þegar hann var unglingur var hann í tónlist en það var ekki fyrr en í kringum fertugsafmælið að hann ákvað að fara lengra með tónlistina. Úr varð tvíeykið, Sycamore Tree ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur söngkonu. Gunni er ótrúlega skemmtilegur listamaður og framundan eru spennandi verkefni á döfinni - en einnig ný plata sem hann segir að eigi eftir að koma skemmtilega á óvart.
Thursday May 23, 2024
Thursday May 23, 2024
Unnur Már Unnarsson Osteópati er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni. Unnar Már rekur Sigma heilsumiðstöðina en hann vinnur með manneskjunni á heildrænan hátt og leitast við að finna orsakavaldi sársaukans í stað þess að meðhöndla einungis einkennin. Unnar hefur ákveðnar skoðanir þegar kemur að því að hlúa að heilsunni en sjálfur hefur hann alltaf haft mikinn áhuga á líkamanum. Hann telur hraðann í samfélaginu mikið áhyggjuefni þar sem fólk er farið að venjast því að vera verkjað. Hann var lengi í fótbolta og þegar hann sjálfur slasaðist fékk hann meðferð hjá Osteópata sem breytti lífi hans.
# Þátturinn er í boði Netgíró sem er þægileg og örugg greiðslulausn.
Thursday May 16, 2024
Thursday May 16, 2024
Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti er nýjasti gestur Marín Möndu í Spegilmyndinni. Hún hefur sérhæft sig í að leiðbeina fólki varðandi blóðsykurstjórnun og sykurlöngun, með það að markmiði að bæta líðan og heilsu fólks - til að koma í veg fyrir bólgusjúkdóma. Hún deilir reglulega hinum ýmsu fróðleiksmolum á samfélagsmiðlunum og heldur í dag netnámskeið fyrir fólk sem vill huga betur að heilsunni sinni, sigrast á sykrinum og jafnvel komast í fitubrennsluform. Hér er á ferðinni ákaflega skemmtileg kona sem brennir fyrir því að láta gott af sér leiða og fræða fólk um blóðsykurójafnvægi sem hún telur vera einn helsti heilsufaraldur þessarar aldar.
Thursday May 02, 2024
Thursday May 02, 2024
Gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Aníta Rún Guðnýjardóttir eigandi verslunarinnar Sassy sem selur nærfatnað, aðfaldsfatnað og aðgerðarfatnað. Aníta er með ótrúlega gott úrval af vörum fyrir konur sem eru með eitt, tvö eða engin brjóst og leggur mikið upp úr því að fræða konur um hvernig þær eiga að klæðast brjóstahöldurum í réttri stærð. Saga Anítu er áhugaverð en hún eignaðist 3 börn á þremur árum og hefur farið í gegnum allskonar breytingar á líkama og sál í gegnum lífið. Hér er á ferðinni skemmtileg kona sem hvetur aðrar konur til þess að setja sjálfar sig í fyrsta sæti til þess að líða betur í eigin skinni.
Tuesday Apr 23, 2024
Tuesday Apr 23, 2024
Hin dásamlega Hekla Guðmundsdóttir er viðmælandi í Spegilmyndinni að þessu sinni. Hekla hefur gengið í gegnum röð áfalla á sinni lífstíð en hefur tekist á við þau verkefni af mikilli þrautseigju og jákvæðni. Hún var frá vinnumarkaði í um 14 ár vegna veikinda en hefur í dag fundið sína köllun. Bandvefslosun er hennar hugarfóstur en það kennir hún í Dans og jóga ásamt því að halda pop up viðburði reglulega. Hekla deilir sögu sinni af mikilli einlægni í þessum þætti og lýsir því hvernig Bandvefslosun bjargaði henni eftir röð áfalla.
* Þessi þáttur er í boði Neostrata húðvörur og Netgíró sem er örugg og einföld greiðsluleið.
Wednesday Apr 17, 2024
Wednesday Apr 17, 2024
Helga Ólafsdóttir er nýjasti viðmælandinn í Spegilmyndinni. Hún starfar í dag sem stjórnandi Hönnunarmars sem er hátíð hönnunar og arkitektúrs. Helga er með gríðarlega víðtæka reynslu í heimi hönnunar, þróunar skapandi verkefna, í stjórnun og rekstri. Hún er með BA gráðu í fatahönnun og vöruþróun frá Hellerup Textile College í Kaupmannahöfn og fatahönnun frá Kent Institute of Art and Design á Englandi. Í 11 ár rak hún hönnunarfyrirtækið sitt Ígló og Indí með barnaföt og hefur starfað sem hönnuður hjá All Saints á Englandi, yfirhönnuður hjá Ilse Jacobsen og vöruþróunarstjóri hjá Nikita. Í þessum þætti ræðir hún Hönnunarmars og margt annað sem tengist ástríðunni að hanna og skapa.
* Þessi þáttur er í boði Neostrata húðvörur og Netgíró sem er örugg greiðsluleið.
Monday Apr 08, 2024
Monday Apr 08, 2024
Í þessum þætti ræðir Marín Manda við Judith Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðinema, en hún ferðaðist til Tyrklands fyrir nokkrum vikum síðan og lagðist undir hnífinn til þess að fá nefið sem hana hafði dreymt um. Síðan hún man eftir sér átti hún erfitt með að sætta sig við nefið sitt, þrátt fyrir að hafa ekki skort sjálfstraust. Hún var staðráðin í því að breyta nefinu og lét til skarar skríða fyrir nokkrum vikum. Hún er himinlifandi með útkomuna þó hún sé enn að venjast nýrri útgáfu af sjálfri sér. Hér er á ferðinni ákaflega skemmtileg ung kona sem deilir sögu sinni á skondin en einlægan hátt
** Þessi þáttur er í boði Neostrata og Netgíró
Sunday Mar 31, 2024
Sunday Mar 31, 2024
Lilja Sigurgeirsdóttir er eins og ferskur andblær þegar hún kemur inn í upptökuverið, en hún er nýjasti viðmælandinn í Spegilmyndinni. Hún hefur aldrei verið þessi týpíska liðuga fimleikastelpa en starfar sjálfstætt í dag sem liðleika og hreyfanleika þjálfari. Lilja hefur verið með vinsæl námskeið sem heita Stirðir strákar og Flex Fit og segir alltof marga vera að eiga við stoðkerfisvandamál í dag. Nútimasamfélagið hafi gert það að verkum að fólk hafi hætt að hreyfa eins og áður þegar við vorum veiðimenn og því þurfi að bæta úr. Áhugavert og skemmtilegt spjall við Lilju sem segist brenna fyrir því að hjálpa fólki að eldast vel í eigin líkama.
Thursday Mar 21, 2024
Thursday Mar 21, 2024
Jarþrúður eða Jara Gian Tara er viðmælandi Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Hún er mögnuð kona. Hún er listakona, jógakennari og stjörnuspekingur sem semur tónlist og lærði heimspeki við Háskóla Íslands. Jara trúir á stjörnurnar og Human design. Hún aðhyllist stjörnuspeki og dulspeki og segir að það skipti máli hvenær og hvar við fæðumst. Jara vill meina að við höfum öll tilgang en oft þurfum við að komast í dýpri tengingu við okkur sjálf til þess að lífið verði magískt. Marín Manda ræddi við hana um alla þessa hluti og fékk hana örlítið til að skyggnast inn í stjörnukortið hennar.
Þessi þáttur eru í boði Neostrata og Netgíró.
Friday Mar 15, 2024
Friday Mar 15, 2024
Björn Þór Sigurbjörnsson eða Bjöddi þjálfari er nýjasti gestur Marín Möndu í Spegilmyndinni. Björn er einnig Ostopatíu nemandi og starfar í World Class. Hann er með yfir 20 ára reynslu af heilsu -og líkamsræktargeiranum og margir skjólstæðingar hans í dag eru konur á breytingaskeiðinu. Hér er á ferðinni ansi fræðandi og skemmtilegt spjall við Björn sem hefur sterkar skoðanir á matarkúrum, markaðsöflunum og hugarfari. Samkvæmt honum þarftu að hafa hugann í lagi til þess að þjóna líkamanum sem allra best, bæði á æfingum og í lífinu.
*Þessi þáttur er í boði Neostrata húðvörur og Netgíró - örugg og þægileg greiðslulausn.