Wednesday Oct 16, 2024
51. Valdís Marselía Þórðardóttir (Skagabros) - „Gaman að hjálpa fólki að fá sjálfstraustið aftur“
Valdís Marselía Þórðardóttir tannlæknir er dugleg á samfélagsmiðlunum undir nafninu Skagabros en þar deilir hún áhugaverðum og fræðandi molum um tannheilbrigði. Valdís er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar og ræðir um hvers vegna tannheilsa ætti að vera í forgangi. Skagabros fór heldur betur á flug þegar Valdís ákvað mæla sýrustigið í ýmsum vinsælum drykkjum sem margir hverjir neyta daglega til þess að kanna hversu mikil áhætta er á glerungseyðingu, þegar slíkir drykkir eru sörtraðir. Hún segist hafa virkilega gaman af því að fræða og ýta undir vitundarvakningu þegar kemur að tann og munnheilsu en fallegt bros gerir svo mikið fyrir sjálfsmyndina.