Saturday Aug 17, 2024

44. Valdimar Þór Svavarsson - „Rannsóknir hafa sýnt að áföll geta borist í gegnum 4 ættliði"

Í þessum þætti ræddi ég við Valdimar Þór Svavarsson en hann er eigandi og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu sem er ráðgjafaþjónusta. Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Auk þess er hann sérfræðimenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody og hefur gríðarlega reynslu af úrvinnslu í tengslum við meðvirkni, samskipti para og hjóna. Í þessum þætti fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars um sjálfsaga, meðvirkni, sjálfsvirðingu og ástarþrá en einnig hvernig ákveðnar skekkjur á æskuárunum geta haft áhrif á okkur á fullorðinsárunum hvað varðar meðvirkni og samskipti. Við ræddum hvernig áföll geta erfst milli kynslóða og hvernig hægt er að endurforrita ákveðnar hugsanaskekkjur til þess að brjóta áfallakeðjuna. Magnað spjall við einstaklega áhugaverðan mann. Mæli með að þið takið fram penna og ritið niður nokkra punkta úr þessu viðtali. 

* Þessi þáttur er í boði NETGÍRÓ sem er einföld og örugg greiðslulausn. Skráið ykkur á netgiro.is

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125