Sunday Oct 27, 2024

52. Theodór Francis Birgisson - „Hrósaðu makanum þínum á hverjum einasta degi"

Theodór Francis Birgisson kom í mjög áhugavert spjall í Spegilmyndinni á dögunum. Hann hefur sinnt margs konar störfum sem snúa að mannlegum samskiptum í gegnum tíðina og starfaði sem prestur á árunum 1993-2001 og aftur 2007-2009. Hann lagði í preststarfinu mikla áherslu á einstaklings- og pararáðgjöf og í dag starfar hann sem klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni sem er fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Þar leggur hann einnig ríka áherslu á para- og hjónabandsráðgjöf. Í þessum þætti ræðir hann hvaða vandamál eru algengust sem koma upp í parasamböndum, hversu mikilvæg nándin er og hvað raunverulega gerir fólk hamingjusamt. Mæli með að þið leggið við hlustir!

* Þátturinn er í boði Max Factor - Klaka - og Netgíró

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125