Tuesday Jul 09, 2024

42. Sunneva Halldórsdóttir - „Það eru svo mörg efni í kringum okkur sem eru því miður hormónaraskandi"

Eins og svo oft áður hef ég ákveðið að skyggnast inn í heim heilsu, lífstílog fegurðar en einnig að kynnast spennandi fólki sem lifir áhugaverðu lífi. Að þessu sinni kom Sunneva Halldórsdóttir í spjall en hún er mastersnemi í Líf -og læknavísindum og með BS gráðu í Lífeindafræðum. Hún heldur einnig úti mjög áhugaverðum instagrammiðli sem nefnist  EFNASÚPANSunneva byrjaði með miðilinn í fæðingarorlofinu sínu með það að leiðarljósi að fræða fólk um efnanotkun og innihald efna í umhverfinu og í hinum ýmsu vörum. Hennar markmið er að fræða svo fólk eigi auðveldara með að taka upplýstari ákvarðanir til að velja betri kostinn þegar kemur að vörukaupum. Sunneva er einstaklega fróð og jákvæð manneskja sem fær mann virkilega til að vilja gera betur í lífinu. 

 

* Þessi þáttur er í boði NETGÍRÓ sem er einföld og þægileg greiðslulausn sem ég mæli með, sérstaklega þegar þú verslar á netinu. 

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125