Thursday Sep 28, 2023
19. Sirrý og Rakel hjá Venju: „Taktu inn þessa töflu og fáðu flatari maga“
Í þættinum ræðir Marín Manda við Sigríði Svöludóttur og Rakel Guðmundsdóttur eigendur Venju, sem er sérhönnuð fæðubótalína fyrir konur á ólíkum lífsskeiðum. Sigríður eða Sirrý hefur starfað í bætiefnabransanum í rúmlega 10 ár og var með þá hugmynd í maganum að leysa þetta flækjustig sem fólk upplifir þegar það kaupir fæðubótaefni og þannig hjálpa konum að gera upplýst kaup. Hugmyndin að Venju fékk að blómstra þegar hún hitti Rakel sem var þá að stýra Gló. Þær ræða mikilvægi þess að nota gagnrýna hugsun á allar þessar markaðherferðir sem dynja á okkur til að taka meðvitaða ákvörðun hvað hentar hverjum og einum. Með Venju hafa þær einfaldað þetta fyrir konur sem þurfa mismunandi bætiefni á mismunandi lífsskeiðum. Áhugavert spjall við frábærar konur.