Thursday Aug 08, 2024

43. Sigrún Jónsdóttir eigandi Míró - „Ég elska að valdefla ADHD fólk eftir að hafa strögglað sjálf við ýmsa hluti"

Sigrún Jónsdóttir er þroskaþjálfi og ADHD og einhverfu markþjálfi. Hún lauk framhaldsnámi í ADHD markþjálfun frá ADD Coach Academy ADDCA í Bandaríkjunum árið 2018 og rekur nú fyrirtækið Míró í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði. Þar markþjálfar hún, veitir ráðgjöf og heldur valdeflandi námskeið. Til að mynda námskeiðið ADHD á kvennamáli sem er fyrir konur á aldrinum 18 og upp úr. Námskeiðið segir hún vera fyrir konur sem þrá að taka sviðið og birtast og vera þær sjálfar. ADHD þekkir hún af eigin raun, en hún greindist seint á lífsleiðinni og veit núna hversu áhrifarík markþjálfun er fyrir þá sem vilja yfirstíga hindranir og gera jákvæðar breytingar á lífi sínu. Hér er á ferðinni áhugavert spjall við skemmtilega konu sem hefur upplifað ýmislegt á eigin skinni. 

 

Þátturinn er í boði NETGÍRÓ sem er einföld, örugg og þægileg greiðslulausn á netinu og í verslunum. 



Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125