Sunday Aug 13, 2023
15. Linda Björg Árnadóttir - „Auðvitað hefur tíska líka alltaf verið notuð til að blekkja“
Að þessu sinni er textíl og fatahönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir gestur hlaðvarps Spegilmyndarinnar. Linda er einnig stofnandi Scintilla sem er íslenskt hönnunarfyrirtæki þekkt fyrir frumlega hönnun á mynstrum á vefnaðarvöru og fylgihlutum fyrir heimilið. Linda segir frá vegferð sinni sem hönnuður, árunum í París og áhugaverðu doktorsnámi sínu í félagsfræði tískunnar. Hún segir það vera augljóst mál að tíska er fyrst og fremst tæki til breytinga.
Bakhjarl þáttarins er húðvörumerkið Neostrata sem fæst í öllum helstu apótekum en einnig hjá Hverslun.is - hér!