Monday Jul 24, 2023
14. Lára G. Sigurðardóttir læknir - Húðbókin, andlitsæfingar, steinefnasólarvarnir og mataræði
Að þessu sinni kom Lára G. Sigurðardóttir doktor í lýðheilsuvísindum í spjall. Lára hefur hellt sér út í hinar ýmsu forvarnar rannsóknir til þess að fræðast betur um það hvernig við getum fengið sem best út úr lífinu. Hún rekur einnig Húðina skin care klíník sem nú flytur í nýtt og stærra húsnæði og mun bjóða upp á nýjungar og meðferðir til að viðhalda húðinni í sem besta ástandi og vinna gegn öldrunareinkennum. Nýlega gaf hún út Húðbókina sem er ansi áhugaverð. Skemmtilegt spjall við fróða konu sem er algjörlega dásamleg.