Sunday Sep 15, 2024
48. Kári Sverris ljósmyndari - „Ef þú tekur skrefið, þá opnast heimurinn fyrir þér"
Kári Sverris ljósmyndari og fagurkeri er gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Hann ákvað að taka lífstíl sinn í gegn fyrir ekki svo löngu síðan, fara að stunda líkamlega og andlega rækt og setja sjálfan sig svolítið í fyrsta sæti. Hann segir að þá hafi hann fundið sköpunarkraftinn aftur sem býr innra með honum og hann hafi farið að sjá fegurðina í litlu hlutunum, skuggum og ljósi. Sýningarnar, The Art Of Being Me og Being Me urðu til í kjölfarið en þær hafa fengið mikið lof.
Kári Sverris hafði engan sérstakan áhuga á tísku þegar hann var mjög ungur, þrátt fyrir að foreldrar hans voru í tískubransanum. Hann var svolítill einfari og þótti notalega að vera einn að veiða. Á unglingsárunum fór hann að vinna hjá NTC, vann sig upp og fór að læra útstillingar. Eitt leiddi af öðru og fljótlega kviknaði áhugi hans á ljósmyndun og allskonar fagurfræði. Í þessum þætti förum við yfir líf hans þegar hann var nýgræðingur í ljósmyndabransanum og hvert hann stefnir í dag en framundan eru allskonar áhugaverð verkefni.
*Þessi þáttur er í boði KLAKA, MAX FACTOR og NETGÍRÓ