Sunday Sep 01, 2024
46. Jónas Tryggvi Stefánsson - „Tantra er lykillinn að geggjuðum forleik"
Gestur Spegilmyndarinnar er Jónas Tryggvi Stefánsson markþjálfi en hann er mikill áhugamaður um samskipti, sambönd og meðvirkni.
Jónas fékk töluvert áfall þegar hann skildi eftir 11 ára samband og ákvað að fara í mikla naflaskoðun hvað varðar sambönd og tilfinningar. Í dag heldur hann úti miðlinum Betra Box þar sem hann hjálpar fólki að vera samkvæmt sjálfum sér - en hann er á því að fólk eigi ekki að festa sig í ákveðnu boxi í lífinu. Við ræddum um sambönd og ólík sambandsform, kynlíf, sjálfsvinnu, hugleiðslu, kakó og líf hans sem fjölkær maður.
* Þessi þáttur er í boði @netgiro