Wednesday Jan 31, 2024
25. Íris Björk hjá Beautybox - „Vítahringur að börn og unglingar noti virkar húðvörur"
Í þessum þætti ræðir Marín Manda við Írisi Björk Reynisdóttur förðunarfræðing, ljósmyndara og eiganda Beautybox verslunarinnar en Íris ræðir meðal annars um hversu varhugavert það er orðið að börn og unglingar séu að sækjast í virkar húðvörur. Hún telur að þessi þróun sé mikið áhyggjuefni í þessum heimi samfélagsmiðla þar sem skilaboðin herja á börn og unglinga (og fullorðna) að það eigi allir að vera með fullkomna húð. Þessi þáttur er stútfullur af fróðleik fyrir foreldra sem og aðra sem vilja kynna sér þessa þörfu umræðu.