Monday Feb 19, 2024

27. Hilmir P. Hjálmarsson öndunarþjálfari - Reis upp úr þunglyndi og lærði að anda rétt

Hilmir Petersen Hjálmarsson starfaði  áður sem bakari en starfar í dag sem öndunarþjálfari og gengur undir nafninu Breatheviking á samfélagsmiðlum. Hann er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni. Hann ræðir á mjög einlægan hátt hvernig hann upplifði mikið þunglyndi í fjölda ára og var búin að ákveða hvenær, hvernig og hvar hann ætlaði að taka eigið líf. Í dag er hann nýr og breyttur maður og deilir með hlustendum hvernig hann náði að vinna sig út úr þessum erfiðleikum. Í dag aðstoðar hann fólk við að læra rétta öndun til þess að brjótast út úr stressi og vanlíðan til að verða heil. Mögnuð vegferð hjá áhugaverðum manni sem segir að rétt öndun getur raunverulega breytt hugarfari og lífi fólks. 

 

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125