Wednesday Oct 18, 2023
20. Harpa Káradóttir förðunarfræðingur - „Hugsaðu snyrtibudduna þína eins og krydd”.
Viðmælandi Spegilmyndarinnar að þessu sinni er förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir. Hún er móðir, frumkvöðull, förðunarfræðingur og förðunarkennari en hún rekur Makeup studio Hörpu Kára. Hún ræðir meðal annars um öfgana í förðunarheiminum á samfélagsmiðlum við Marín Möndu, um vinsælu námskeiðin sem hún heldur fyrir fólk á öllum aldri og ástríðuna að hvetja áfram upprennandi förðunarfræðinga á Íslandi. Skemmtilegt spjall við dásamlega konu.