Sunday Sep 17, 2023
18. Hannes Sigurjónsson - „Versta er þegar að fylliefni er sprautað inn í slagæð“.
Hannes Sigurjónsson lýtalæknir er gestur Marín Möndu í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Sem ungur læknanemi fékk hann að vera með í aðgerðum sem faðir hann gerði sem er andlits-og kjálkaskurðlæknir - þannig fékk hann áhugann á lýtalækningum. Í þessum þætti ræðir hann ýmislegt sem við kemur fegrunarinngripum og aðgerðum og varar við áhættunum að leita til ófaglærðra innan þessa bransa. Áhugavert og fræðandi spjall við hann Hannes sem greinilega hefur upplifað ýmislegt á sínum ferli.