Monday Jun 03, 2024

39. Gunni Hilmarsson - „Tíska, tónlist og fótbolti var lífið"

Gunni Hilmarsson er heillandi maður og mörgum kunnur sem mikill tískufrömuður. Hann byrjaði aðeins 16 ára í tískubransanum og hefur síðan þá unnið að ýmsum stórum hönnunarverkefnum í gegnum tíðina. Hann er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni og ræðir um líf sitt af mikilli einlægni. Þegar hann var unglingur var hann í tónlist en það var ekki fyrr en í kringum fertugsafmælið að hann ákvað að fara lengra með tónlistina. Úr varð tvíeykið, Sycamore Tree ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur söngkonu. Gunni er ótrúlega skemmtilegur listamaður og framundan eru spennandi verkefni á döfinni - en einnig ný plata sem hann segir að eigi eftir að koma skemmtilega á óvart. 

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125