Thursday Mar 07, 2024

29. Berglind Guðmundsdóttir - „Ég þurfti að kveðja hver ég var og uppgötva sjálfa mig á ný"

Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og markþjálfi er nýjasti gestur Spegilmyndarinnar. Hún er mikill matgæðingur, hefur gefið út matreiðslubækur og rak Gulur rauður grænn og salt, eitt vinsælasta matarblogg um langt skeið. Fyrir ekki svo löngu síðan stóð hún á tímamótum þegar hún þurfti að kveðja vörumerkið sitt og það tók virkilega á. Berglind er dásamlega skemmtileg og einlæg kona sem í dag heldur úti Instagram miðlinum Lífsgleðin og vefmiðlinum Salina.  Einnig sér hún um fararstjórn í skemmtiferðum fyrir konur til Ischia á Ítalíu. Mögnuð kona hér á ferð sem í dag segist einungis gera það sem gleður sig og þráir að lyfta öðrum konum upp. 

* Gleðiferð fyrir konur til Ischia: Hér

 

Þessi þáttur í boði Neostrata sem eru frábærar húðvörur sem vinna gegn ýmsum húðvandamálum og öldrun húðarinnar. Vörurnar fást hjá Hverslun. 

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125