Thursday Jan 18, 2024
24. Áslaug Kristjáns kynfræðingur - „Netflix er í samkeppni við kynlíf"
Í þessum fyrsta þætti ársins fékk Marín Manda hana Áslaugu Kristjánsdóttur kynfræðing í spjall til þess að ræða kynlíf, samskipti, kynhegðun og sambönd, en hún gaf út bókina; LÍFIÐ ER KYNLÍF, á síðasta ári. Áslaug er einnig hjúkrunarfræðingur að mennt og segist hafa vitað snemma hvað hana langaði að starfa við. Áhugavert samtal við skemmtilega konu sem hvetur fólk í langtímasamböndum til þess að sinna nándinni og kynlífinu betur með allskonar góðum ráðum.