Sunday Aug 25, 2024

45. Aðalheiður Jensen - „Það er minn tilgangur að sá þessum fræum heilsu og heilbrigðis"

Aðalheiður Jensen þjálfari er leikskólakennari í grunninn. Hún lærði Rope Jóga og lífsráðgjafann hjá Guðna Gunnarssyni heilsu- og lífsráðgjafa og um tíma kenndi hún vinsæla hópatíma hjá Primal. Fyrr á árinu stóð hún á tímamótum og hugleiddi að breyta til í lífinu sínu. Fyrir algjöra tilviljun var hún leidd áfram í átt til Guðna að nýju og hefur nú opnað sitt eigið heilsusetur í Garðabænum þar sem Rope Jóga var áður til húsa. Tilveran heilsusetur heitir það, en þar býður Aðalheiður meðal annars upp á liðleikanámskeið fyrir karlmenn sem heitir Mjúkir menn, Dansþerapíu námskeið, Dansflæði, Rope Jóga, Kröftugar konur og Sterkar stelpur. Einnig er boðið upp á opna tíma. Til að mynda Barre sem inniheldur kröftugar core æfingar. Konur og kvenheilsa er Aðalheiði mikið hugarfóstur en hún segir að það sé ákaflega mikilvægt að fólk yfir höfuð velji sé hreyfingu sem er í grunninn skemmtileg. Það eru spennandi tímar framundan hjá þessari dásamlegu konu í Tilverunni. 

 

* Þessi þáttur er í boði NETGÍRÓ sem er örugg og þægileg greiðslulausn. 

 

 

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125