Monday Feb 24, 2025

62. Davíð Jensson lýtalæknir - Andlitslyfting er sú aðgerð sem hefur statt og stöðugt verið að sækja í síðastliðin 30 ár

Davíð Jensson lýtalæknir, Phd hjá Dea Medica var gestur í Spegilmyndinni að þessu sinni. Áhuginn í hjartalækningum var mikill til að byrja með þegar hann var að læra en eftir að hann kynntist skurðlæknisfræðinni og lýtadeildinni, þá var ekki aftur snúið. Davíð hlaut almennt lækningaleyfi árið 2009 og sérhæfði sig í lýtalækningum á Akademiska sjúkrahúsinu í Uppsölum þar sem hann hefur unnið frá árinu 2012. Samhliða sérfræðinámi stundaði Davíð rannsóknir við háskólann í Uppsala og lauk þaðan doktorsprófi á sviði andlitslömunar. Davíð hefur sérhæft sig í smásjárskurðlækningum með áherslu á brjóstauppbyggingar sem og uppbyggingar eftir andlitslömun og krabbamein á höfuð-og hálssvæði. Í þessum þætti ræddi hann almennt um lýtalækningar á Íslandi, hvaða aðgerðir og meðferðir eru vinsælar í dag ásamt því hversu mikilvægt það er að fagfólk meðhöndli fólk með fylliefnum og bótoxi sem er sívaxandi. Einstaklega skemmtilegt spjall við Davíð sem er með afskaplega góða nærveru.

 

*Þessi þáttur er í boði Max Factor, Klaka og Netgíró.

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125