Tuesday Jan 28, 2025

60. Ísak Freyr Helgason - Þessi klassíska "beauty" förðun fer aldrei langt þrátt fyrir ný trend

Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason er einn af farsælustu förðunarfræðingum landsins. Hann býr í London með kærastanum og hundinum þeirra,  en er þó alltaf með annan fótinn hér heima að vinna að hinum ýmsu verkefnum. Hvort sem það eru myndatökur, kvikmyndaverkefni eða að ferðast um heiminn með stjörnum sem hafa bókað hann sérstaklega, þá er hann ekki mikið fyrir að auglýsa það sérstaklega. Hann segist þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem hann hefur fengið en það kítli þó ekkert egó-ið hans. Öll verkefnin fara í minningarbankann en einna helst elskar hann að taka einn dag í einu, eiga stundir með mömmu sinni þegar hann heimsækir Ísland og ekki má gleyma huggulegum stundum að sauma út með ömmu sinni. 

* Þessi þáttur er í boði Max Factor, Klaka og Netgíró.

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125