Saturday Dec 28, 2024
57. Tryggvi Hjaltason - Góð lífsstílsráð til að ná 12-20 auka árum
Gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Tryggvi Hjaltason en hann er mikill áhugamaður á rannsóknum tengt langlífi. Hann hefur rætt opinberlega um markmitt sitt að verða 200 ára en hann er á því að með aukinni þekkingu aukum við að sjálfsögðu lífslíkur okkar. Hins vegar þurfum við mörg hver að gera lífsstílsbreytingar. Tryggvi býr með fjölskyldu sinni í eyjum og hefur starfað sem greinandi hjá tölvufyrirtækinu CCP og framundan eru spennandi tímar. Tryggvi er með BS-gráðu í Global Security and Intelligence Studies frá Embry Riddle-háskólanum í Arizona og með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja. Í þessum þætti deilir hann með okkur ýmsum ráðum sem að rannsóknir hafa sýnt fram á að geti aukið lífslíkur okkar um 12-20 ár. Tryggvi var ótrúlega jákvæður maður og skemmtilegur viðmælandi sem við getum öll lært af.
*Þessi þáttur er í boði Max Factor, Klaka og Netgíró.