Tuesday Nov 26, 2024

55. Ella Björnsdóttir - „Gefðu kærleiksstund í jólagjöf“

Elín María Björnsdóttir varð landsþekkt þegar hún sá um Brúðkaupsþáttinn Já sem sýndur var á Skjá einum, á sínum tíma. Síðan þá hefur hún fengist við ýmis fjölbreytt verkefni. Ella býr yfir langri alþjóðlegri reynslu í mannauðsmálum, stjórnun og stefnumótun sem og breytingastjórnun og fyrirtækjamenningu. Nýjasta verkefnið hennar er fallega barnabókin, Dögg býður góða nótt. Sagan um draumálfinn Dögg varð upphaflega til þegar hún sagði Tinnu Margréti eldri dóttur sinni sögur fyrir svefninn til að vinna bug á myrkfælni hennar. Ella er gædd þeim kosti að hún hefur óstjórnlega löngun til að sjá fólk vaxa. Hún hvetur alla til þess að horfa á fólk með hjartanu því þá opnast hreinlega nýr heimur. Hér er á feðinni dásamleg kona með risastórt hjarta. Mæli með að þið hlustið!

*Þessi þáttur er í boði Max Factor, Netgíró og Klaka.

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125