Sunday Sep 22, 2024
49. Karin Kristjana Hindborg - Engin ábyrgð eða gæðastimpill á snyrtivörum af „gráa markaðnum".
Karin Kristjana Hindborg er mörgum kunn, en síðustu 10 ár hefur hún rekið verslunina NOLA og þekkir snyrtivörumarkaðinn gríðarlega vel. Karin hefur um þó nokkurt skeið tekið umræðuna á sínum miðlum um neytendablekkinguna sem fyrirfinnst hér á landi hvað varðar snyrtivörur af gráa markaðnum og fyrir skömmu rataði sú umræða í fjölmiðla. Hún segir það vera henni hjartans mál að þetta komi upp á yfirborðið. Í þessum þætti ræðir hún þessi mál og óskar eftir skýrari lagaramma og frekara eftirliti á snyrtivörum sem seldar eru í verslunum víða - hvers vegna? Jú því það er enginn rekjanleiki, engin ábyrgð og enginn gæðastimpill á vörum af gráa markaðnum.
* Þessi þáttur er í boði Max Factor, Netgíró og Klaka.