Sunday Sep 08, 2024
47. Þorbjörg Hafsteinsdóttir - „Ég vil verða 100 ára ef ég er hraust“
Þorbjörg Hafsteinsdóttir er mögnuð kona. Hún rithöfundur, lífsmarkþjálfi og yogakennari . Hún hefur skrifað fjölmargar bækur um heilsu og heilbrigði og í dag heldur hún fyrirlestra fyrir stjórnendur fyrirtækja til að koma til móts við konur á breytingaskeiðinu. Ein vinsælasta bókin hennar 10 árum yngri á 10 vikum kom út árið 2011. Hún segir að sá titill eigi kannski ekki við í dag en þó snúist þetta enn um það sama. Að mikilvægt sé að leita leiða til að lengja lífaldur og möguleikann á að líta betur út og líða betur í eigin skinni með heilbrigðari lífstíl. Þorbjörg syndir í sjónum við Danmerkur strendur allan ársins hring og æfir mörgum sinnum í viku með hópi af fólki inni í Kaupmannahöfn. Í þessum þætti ræðum við um hversu mikilvægt það er að vera hraust frameftir aldri. Frábært spjall við dásamlega konu sem segist vilja vera hraust amma þar sem hún er svo forvitin að upplifa lífið með barnabörnunum.
*Þessi þáttur er í boði Netgíró og Max Factor.