Spegilmyndin

Spegilmyndin er mannlífsþáttur um kvenheilsu, heilbrigðan lífsstíl, mataræði, hreyfingu, tískustrauma, líkamsvirðingu og fegrunar- og lýtaaðgerðir. Höfundur og þáttastjórnandi er Marín Manda Magnúsdóttir, menningarmiðlari og nútímafræðingur en framleiðandi sjónvarpsþáttanna er Orca Films. Hlaðvarp Spegilmyndarinnar lítur dagsins ljós samhliða sjónvarpsseríu 2 af Spegilmyndinni sem sýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2+ í mars og apríl 2023. Í hlaðvarpinu ræðir Marín Manda við viðmælendur sína um það helsta í heilsu og fegrunariðnaðnum á Íslandi líkt og hún gerir í sjónvarpsþáttunum. Hún skyggnist inn í ýmis áhugaverð málefni sem eru áberandi í umræðunni en viðmælendur eru af ýmsum toga. Ber þar að nefna húðlækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, heilsuráðgjafa, snyrtifræðinga, þjálfara, kvensjúkdómalækna, lýtalækna og aðra sérfræðingar sem tengjast viðfangsefninu hverju sinni.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Tuesday Apr 23, 2024

Hin dásamlega Hekla Guðmundsdóttir er viðmælandi í Spegilmyndinni að þessu sinni. Hekla hefur gengið í gegnum röð áfalla á sinni lífstíð en hefur tekist á við þau verkefni af mikilli þrautseigju og jákvæðni. Hún var frá vinnumarkaði í um 14 ár vegna veikinda en hefur í dag fundið sína köllun. Bandvefslosun er hennar hugarfóstur en það kennir hún í Dans og jóga ásamt því að halda pop up viðburði reglulega. Hekla deilir sögu sinni af mikilli einlægni í þessum þætti og lýsir því hvernig Bandvefslosun bjargaði henni eftir röð áfalla. 
 
* Þessi þáttur er í boði Neostrata húðvörur og Netgíró sem er örugg og einföld greiðsluleið. 

Wednesday Apr 17, 2024

Helga Ólafsdóttir er nýjasti viðmælandinn í Spegilmyndinni. Hún starfar í dag sem stjórnandi Hönnunarmars sem er hátíð hönnunar og arkitektúrs. Helga er með gríðarlega víðtæka reynslu í heimi hönnunar, þróunar skapandi verkefna, í stjórnun og rekstri. Hún er með BA gráðu í fata­hönn­un og vöruþróun frá Hell­erup Textile Col­l­e­ge í Kaup­manna­höfn og fata­hönn­un frá Kent Institu­te of Art and Design á Englandi. Í 11 ár rak hún hönnunarfyrirtækið sitt Ígló og Indí með barnaföt og hefur starfað sem hönnuður hjá All Saints á Englandi, yf­ir­hönnuður hjá Ilse Jac­ob­sen og vöruþró­un­ar­stjóri hjá Nikita. Í þessum þætti ræðir hún Hönnunarmars og margt annað sem tengist ástríðunni að hanna og skapa. 
 
* Þessi þáttur er í boði Neostrata húðvörur og Netgíró sem er örugg greiðsluleið. 

Monday Apr 08, 2024

Í þessum þætti ræðir Marín Manda við Judith Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðinema, en hún ferðaðist til Tyrklands fyrir nokkrum vikum síðan og lagðist undir hnífinn til þess að fá nefið sem hana hafði dreymt um. Síðan hún man eftir sér átti hún erfitt með að sætta sig við nefið sitt, þrátt fyrir að hafa ekki skort sjálfstraust. Hún var staðráðin í því að breyta nefinu og lét til skarar skríða fyrir nokkrum vikum. Hún er himinlifandi með útkomuna þó hún sé enn að venjast nýrri útgáfu af sjálfri sér. Hér er á ferðinni ákaflega skemmtileg ung kona sem deilir sögu sinni á skondin en einlægan hátt 
 
** Þessi þáttur er í boði Neostrata og Netgíró

Sunday Mar 31, 2024

Lilja Sigurgeirsdóttir er eins og ferskur andblær þegar hún kemur inn í upptökuverið, en hún er nýjasti viðmælandinn í Spegilmyndinni. Hún hefur aldrei verið þessi týpíska liðuga fimleikastelpa en starfar sjálfstætt í dag sem liðleika og hreyfanleika þjálfari. Lilja hefur verið með vinsæl námskeið sem heita Stirðir strákar og Flex Fit og segir alltof marga vera að eiga við stoðkerfisvandamál í dag. Nútimasamfélagið hafi gert það að verkum að fólk hafi hætt að hreyfa eins og áður þegar við vorum veiðimenn og því þurfi að bæta úr.  Áhugavert og skemmtilegt spjall við Lilju sem segist brenna fyrir því að hjálpa fólki að eldast vel í eigin líkama. 

Thursday Mar 21, 2024

Jarþrúður eða Jara Gian Tara er viðmælandi Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Hún er mögnuð kona. Hún er listakona, jógakennari og stjörnuspekingur sem semur tónlist og lærði heimspeki við Háskóla Íslands. Jara trúir á stjörnurnar og Human design. Hún aðhyllist stjörnuspeki og dulspeki og segir að það skipti máli hvenær og hvar við fæðumst. Jara vill meina að við höfum öll tilgang en oft þurfum við að komast í dýpri tengingu við okkur sjálf til þess að lífið verði magískt. Marín Manda ræddi við hana um alla þessa hluti og fékk hana örlítið til að skyggnast inn í stjörnukortið hennar. 
 
Þessi þáttur eru í boði Neostrata og Netgíró. 

Friday Mar 15, 2024

Björn Þór Sigurbjörnsson eða Bjöddi þjálfari er nýjasti gestur Marín Möndu í Spegilmyndinni. Björn er einnig Ostopatíu nemandi og starfar í World Class. Hann er með yfir 20 ára reynslu af heilsu -og líkamsræktargeiranum og margir skjólstæðingar hans í dag eru konur á breytingaskeiðinu. Hér er á ferðinni ansi fræðandi og skemmtilegt spjall við Björn sem hefur sterkar skoðanir á matarkúrum, markaðsöflunum og hugarfari. Samkvæmt honum þarftu að hafa hugann í lagi til þess að þjóna líkamanum sem allra best, bæði á æfingum og í lífinu. 
 
*Þessi þáttur er í boði Neostrata húðvörur og Netgíró - örugg og þægileg greiðslulausn. 
 

Thursday Mar 07, 2024

Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og markþjálfi er nýjasti gestur Spegilmyndarinnar. Hún er mikill matgæðingur, hefur gefið út matreiðslubækur og rak Gulur rauður grænn og salt, eitt vinsælasta matarblogg um langt skeið. Fyrir ekki svo löngu síðan stóð hún á tímamótum þegar hún þurfti að kveðja vörumerkið sitt og það tók virkilega á. Berglind er dásamlega skemmtileg og einlæg kona sem í dag heldur úti Instagram miðlinum Lífsgleðin og vefmiðlinum Salina.  Einnig sér hún um fararstjórn í skemmtiferðum fyrir konur til Ischia á Ítalíu. Mögnuð kona hér á ferð sem í dag segist einungis gera það sem gleður sig og þráir að lyfta öðrum konum upp. 
* Gleðiferð fyrir konur til Ischia: Hér
 
Þessi þáttur í boði Neostrata sem eru frábærar húðvörur sem vinna gegn ýmsum húðvandamálum og öldrun húðarinnar. Vörurnar fást hjá Hverslun. 

Friday Mar 01, 2024

Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni. Hún hefur rekið sína eigin stofu um árabil en hún útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005. Í dag hefur hún sérhæft sig í kvenheilsu og þótti því viðeigandi að ræða breytingarskeið kvenna, mataræði og ýmis náttúruleg bætiefni sem konur geta stuðst við á þessu tímabili. Ásdís starfar einnig í dag með GreenFit og hefur sjálf prófað allt undir sólinni í mataræði. Ásdís er skemmtileg og yndisleg kona sem þið getið fundið á Instagram: asdisgrasa
 
* Þessi þáttur er í boði NEOSTRATA sem eru húðvörur sem fást í öllum helstu apótekum en einnig Hverlsun.  
 
 
 

Monday Feb 19, 2024

Hilmir Petersen Hjálmarsson starfaði  áður sem bakari en starfar í dag sem öndunarþjálfari og gengur undir nafninu Breatheviking á samfélagsmiðlum. Hann er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni. Hann ræðir á mjög einlægan hátt hvernig hann upplifði mikið þunglyndi í fjölda ára og var búin að ákveða hvenær, hvernig og hvar hann ætlaði að taka eigið líf. Í dag er hann nýr og breyttur maður og deilir með hlustendum hvernig hann náði að vinna sig út úr þessum erfiðleikum. Í dag aðstoðar hann fólk við að læra rétta öndun til þess að brjótast út úr stressi og vanlíðan til að verða heil. Mögnuð vegferð hjá áhugaverðum manni sem segir að rétt öndun getur raunverulega breytt hugarfari og lífi fólks. 
 

Monday Feb 12, 2024

Að þessu sinni eru það Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir  sem komu í spjall í Spegilmyndina, en þær eru eigendur fataleigunnar og umboðssölunnar Spjöru. Þessar frábæru konur sem eru fullar af eldmóð, ákváðu að opna fataleigu fyrir sparilegri tilefni og leigja út fallega merkjavöru með sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi. Þær fengu þessa hugmynd til þess að sporna við textílvandanum með von um það að fá fólk til þess að hugsa tísku upp á nýtt. 

Image

Your Title

This is the description area. You can write an introduction or add anything you want to tell your audience. This can help potential listeners better understand and become interested in your podcast. Think about what will motivate them to hit the play button. What is your podcast about? What makes it unique? This is your chance to introduce your podcast and grab their attention.

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20240320