Spegilmyndin
Spegilmyndin er mannlífsþáttur um kvenheilsu, heilbrigðan lífsstíl, mataræði, hreyfingu, tískustrauma, líkamsvirðingu og fegrunar- og lýtaaðgerðir. Höfundur og þáttastjórnandi er Marín Manda Magnúsdóttir, menningarmiðlari og nútímafræðingur en framleiðandi sjónvarpsþáttanna er Orca Films. Hlaðvarp Spegilmyndarinnar lítur dagsins ljós samhliða sjónvarpsseríu 2 af Spegilmyndinni sem sýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2+ í mars og apríl 2023. Í hlaðvarpinu ræðir Marín Manda við viðmælendur sína um það helsta í heilsu og fegrunariðnaðnum á Íslandi líkt og hún gerir í sjónvarpsþáttunum. Hún skyggnist inn í ýmis áhugaverð málefni sem eru áberandi í umræðunni en viðmælendur eru af ýmsum toga. Ber þar að nefna húðlækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, heilsuráðgjafa, snyrtifræðinga, þjálfara, kvensjúkdómalækna, lýtalækna og aðra sérfræðingar sem tengjast viðfangsefninu hverju sinni.
Episodes
20 minutes ago
20 minutes ago
Viðmælandi Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Tómas Oddur Eiríksson jógakennari og stofnandi Yoga Moves Iceland. Tómas er einnig meistarinemi í Dance Movement Therapy námi í Barcelona og klárar gráðuna sína innan skamms. Þegar Tómas prófaði sinn fyrsta jógatíma fannst honum hann vera kominn heim og þá var ekki aftur snúið. Eftir að hafa verið mikið leitandi þá ákvað hann að gerast jógakennari en hann segir að jóga kyrri ölduró hugans. Nú eru 10 ár síðan hann byrjaði með Yoga Moves Iceland þar sem hann leiðbeinir jóga sem leiðist út í dans með lifandi DJ tónlist undir en þar getur fólk skemmt sér fallega án áfengis og vímuefna. Tómas Oddur var ákaflega skemmtilegur viðmælandi en hann þráir um að geta gefið meira af sér í gegnum dans þerapíu sem getur verið ákveðinn stuðningur við geðheilbrigðismálin hér á landi.
*Þessi þáttur er í boði Max Factor, Klaka og Netgíró!
Tuesday Dec 31, 2024
Tuesday Dec 31, 2024
Í þessum síðasta þætti ársins fékk ég til mín hana Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni en hún er sérfræðingur í offitumeðferðum. Hún hefur aðstoðað fjölmarga einstaklinga að skilja þyngdarstjórnunarkerfi líkamans sem getur reynt ansi flókið fyrir marga. Hún vill meina að við eigum að borða í takt við líkamsklukkuna okkar en nútimasamfélag er að trufla heilann gríðarlega. Við eigum að horfa á heilsufar á heildrænan hátt, bera virðingu fyrir okkur og velja leiðina sem hentar hverjum og einum. Í þessum þætti ræðir hún ítarlega um þyngdarstjórnunarkerfið, um kúra, föstur og megrun og að sjálfsögðu um megrunarlyfin sem hafa orðið gríðarlega vinsæl. Hér er á ferðinni ansi fræðandi spjall við skemmtilega konu.
Meira um námskeiðin hennar á Mín besta heilsa.
*Þessi þáttur er í boði Netgíró, Klaka og Max Factor.
Saturday Dec 28, 2024
Saturday Dec 28, 2024
Gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Tryggvi Hjaltason en hann er mikill áhugamaður á rannsóknum tengt langlífi. Hann hefur rætt opinberlega um markmitt sitt að verða 200 ára en hann er á því að með aukinni þekkingu aukum við að sjálfsögðu lífslíkur okkar. Hins vegar þurfum við mörg hver að gera lífsstílsbreytingar. Tryggvi býr með fjölskyldu sinni í eyjum og hefur starfað sem greinandi hjá tölvufyrirtækinu CCP og framundan eru spennandi tímar. Tryggvi er með BS-gráðu í Global Security and Intelligence Studies frá Embry Riddle-háskólanum í Arizona og með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja. Í þessum þætti deilir hann með okkur ýmsum ráðum sem að rannsóknir hafa sýnt fram á að geti aukið lífslíkur okkar um 12-20 ár. Tryggvi var ótrúlega jákvæður maður og skemmtilegur viðmælandi sem við getum öll lært af.
*Þessi þáttur er í boði Max Factor, Klaka og Netgíró.
Tuesday Dec 10, 2024
Tuesday Dec 10, 2024
Í þessum þætti deili ég með hlustendum ýmsum hugleiðingum um sjálfið og lífið á persónulegu nótunum. Við speglum okkur öll í einhverjum eða einhverju í samfélaginu og því fylgja gjarnan ýmsar vangaveltur. Ég ræði upphaf Spegilmyndarinnar og deili hvað ég hef lært af viðmælendum mínum ásamt því að gefa áfram nokkur góð ráð til að huga að á nýju ári.
*Þessi þáttur er í boði Max Factor, Klaka og Netgíró
Tuesday Nov 26, 2024
Tuesday Nov 26, 2024
Elín María Björnsdóttir varð landsþekkt þegar hún sá um Brúðkaupsþáttinn Já sem sýndur var á Skjá einum, á sínum tíma. Síðan þá hefur hún fengist við ýmis fjölbreytt verkefni. Ella býr yfir langri alþjóðlegri reynslu í mannauðsmálum, stjórnun og stefnumótun sem og breytingastjórnun og fyrirtækjamenningu. Nýjasta verkefnið hennar er fallega barnabókin, Dögg býður góða nótt. Sagan um draumálfinn Dögg varð upphaflega til þegar hún sagði Tinnu Margréti eldri dóttur sinni sögur fyrir svefninn til að vinna bug á myrkfælni hennar. Ella er gædd þeim kosti að hún hefur óstjórnlega löngun til að sjá fólk vaxa. Hún hvetur alla til þess að horfa á fólk með hjartanu því þá opnast hreinlega nýr heimur. Hér er á feðinni dásamleg kona með risastórt hjarta. Mæli með að þið hlustið!
*Þessi þáttur er í boði Max Factor, Netgíró og Klaka.
Saturday Nov 16, 2024
Saturday Nov 16, 2024
Lella Erludóttir er gestur í Spegilmyndinni að þessu sinni. Hún er ACC vottaður markþjálfi, mannauðssérfræðingur, viðskiptafræðingur og markaðskona með fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi. Hún býður upp á áhugaverð námskeið til að aðstoða fólk við að losa sig loddarlíðan (e. Imposter syndrome) í starfi. Hún segir að rannsóknir hafa sýnt fram á að um 70-82% fólks upplifir loddaralíðan einhvern tímann á einhverjum tímapunkti í starfi. Þetta getur verið afskaplega hamlandi og kvíðavaldandi - en það eru til lausnir. Loddaaraliðan kemur til upprunalega árið 1979 í rannsóknum á konum á vinnumarkaði en Lella ræðir þetta ásamt mörgu öðru í þessu stórskemmtilega spjalli.
* Þessi þáttur er í boði Max Factor, Klaka og Netgíró.
Monday Nov 04, 2024
Monday Nov 04, 2024
Vilma Ýr Árnadóttir, eigandi Vilma Home, er gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Í þessum þætti ræðir hún opinskátt um líf sitt. Meðal annars um upphafið á vefversluninni Vilma Home og frægu drykkjarbrúsana. Hvernig hún er stöðugt að stíga út fyrir þægindarammann en þó með húmorinn í forgrunni. Gagnrýni og stuðning á samfélagsmiðlunum ásamt því hvernig innsæið öskraði á hana að taka stórt skref og segja starfi sínu lausu eftir 19 ár. Hún ræðir dásamlega brúðkaupsdaginn sinn, kvennaferðir og margt annað áhugavert og skemmtilegt, rétt eins og hún er sjálf.
* Þessi þáttur er í boði Netgíró, Max Factor og Klaka.
Sunday Oct 27, 2024
Sunday Oct 27, 2024
Theodór Francis Birgisson kom í mjög áhugavert spjall í Spegilmyndinni á dögunum. Hann hefur sinnt margs konar störfum sem snúa að mannlegum samskiptum í gegnum tíðina og starfaði sem prestur á árunum 1993-2001 og aftur 2007-2009. Hann lagði í preststarfinu mikla áherslu á einstaklings- og pararáðgjöf og í dag starfar hann sem klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni sem er fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Þar leggur hann einnig ríka áherslu á para- og hjónabandsráðgjöf. Í þessum þætti ræðir hann hvaða vandamál eru algengust sem koma upp í parasamböndum, hversu mikilvæg nándin er og hvað raunverulega gerir fólk hamingjusamt. Mæli með að þið leggið við hlustir!
* Þátturinn er í boði Max Factor - Klaka - og Netgíró
Wednesday Oct 16, 2024
Wednesday Oct 16, 2024
Valdís Marselía Þórðardóttir tannlæknir er dugleg á samfélagsmiðlunum undir nafninu Skagabros en þar deilir hún áhugaverðum og fræðandi molum um tannheilbrigði. Valdís er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar og ræðir um hvers vegna tannheilsa ætti að vera í forgangi. Skagabros fór heldur betur á flug þegar Valdís ákvað mæla sýrustigið í ýmsum vinsælum drykkjum sem margir hverjir neyta daglega til þess að kanna hversu mikil áhætta er á glerungseyðingu, þegar slíkir drykkir eru sörtraðir. Hún segist hafa virkilega gaman af því að fræða og ýta undir vitundarvakningu þegar kemur að tann og munnheilsu en fallegt bros gerir svo mikið fyrir sjálfsmyndina.
Sunday Oct 06, 2024
Sunday Oct 06, 2024
Gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Bára Atladóttir hönnuður og eigandi Brá verslunar. Bára ólst upp í Breiðholtinu og segist ávallt hafa haft áhugann á handavinnu enda var hún dugleg að sauma föt á sjálfa sig fyrir hin ýmsu tilefni. Eitt leiddi að öðru og einn daginn tók hún ákvörðun sem átti eftir að umturna lífi hennar. Hún ákvað að eyða húsnæðissparnaðinum sínum í að kaupa verslun á Laugaveginum og byrja að selja eigin hönnun. Fyrirtækið blómstraði hratt og í dag rekur hún bæði netverslunina braverslun.is og tvær verslanir en önnur er á Akureyri. Í þessum þætti fáum við aðeins að kynnast Báru sem augljóslega lætur ekkert stoppa sig þegar hún fær hugmyndir. Þræl skemmtilegt spjall við dásamlega konu.
* Þessi þáttur er í boði Klaka, Netgíró og Max Factor.